Skip to main content

“ Myndlistarmaðurinn Aron Leví Beck fæddist í Reykjavík árið 1989. Hann er lærður húsamálari og þegar óbilandi sköpunarþörfin læddist upp að honum, mörgum árum eftir útskrift, leitaði hann aftur í þann grunn. Þar fann hann bæði þekkingu og handbragð sem nýtist honum við samtvinnun ólíkra þátta sköpunarferlisins.

Uppfinningasemi og frelsi er í forgangi en viðfangsefni myndanna eru fjölbreytilegt. Þegar Aron Leví málar snýst allt um augnablikið og núið. Hann gefur sköpuninni frjálsan tauminn, leyfir efninu að taka stjórn og smám saman öðlast verkið eigið líf. 

Aron Leví leitast í hvívetna við að miðla þeim hughrifum sem listin færir honum, veri þau ánægjuleg eða þyngri í meðförum. Stundum veit hann ekki nákvæmlega af hverju hann málar, en hann veit það eitt að svarið skiptir ekki jafn miklu máli og spurningin.”

Listaverk í Artóteki