Ásdís Arnardóttir er fædd á Akranesi 1963. Hún nam myndlist við Myndlistarskólann á Akureyri 1995-96 og útskrifaðist frá málunardeild Myndlista-og handíðaskóla Íslands 1999. Hún lauk mastersgráðu við kennaradeild Listaháskóla Íslands árið 2011. Á námsárum í MHÍ nam hún einnig við Accademia di Belle Arti í Bologna á Ítalíu.
Ásdís er félagi í Sambandi íslenskra myndlistarmanna, SÍM, og hefur tekið þátt í sýningum hérlendis og erlendis. Árið 2008 hlaut hún viðurkenningu fyrir verk sín á alþjóðlegri sýningu vatnslitamálara, Baltic Bridges í Kaunas í Litháen. Hún hefur þar að auki unnið á listasöfnum sem og við kennslu listnema.
Ásdís vinnur aðallega verk með vatnslitum á pappír auk teikninga og bókverka. Náttúra og samfélag er henni hugleikið og birtist það í verkum hennar á fjölbreyttan hátt.
Listaverk í Artóteki
- 52 x 71 cmVerð: 120.000Leiga: 4.000
- 66 x 86 cmVerð: 190.000Leiga: 6.000