Ásdís Þórarinsdóttir útskrifaðist frá LHÍ árið 2000 og hefur hún tekið þátt í fjölmörgum listviðburðum heima og erlendis. Hún vinnur aðallega með olíu á striga. Hún byggir myndflötinn upp í þunnum lögum og fær hið óvænta flæði litarins oft að ráða framvindu verksins. Íslensk náttúra, litir og birtan ásamt síbreytilegu veðurfari er henni stöðug áskorun.
Ásdís var lengi með vinnustofu á Korpúlfsstöðum þar sem hún rak gallerí ásamt fleiri listamönnum. Nú heldur hún vinnustofu í Auðbrekku 6 í blómlegu félagi listamanna ásamt því að vera í ART67.
Ásdís er meðlimur í Samtökum íslenskra myndlistarmanna (SÍM).