Skip to main content

Bryndís Brynjarsdóttir er fædd á Akureyri árið 1968 og ólst upp á Dalvík.

Bryndís útskrifaðist árið 1999 frá Myndlista- og handíðaskóla Ísland, árið 2005 frá Kennaraháskóla Íslands með kennsluréttindi og árið 2013 með meistaragráðu í menningarstjórnun frá Háskólanum á Bifröst. Ásamt listgreinakennslu hefur Bryndís unnið að myndlist og sett upp fjölda einkasýninga og tekið þátt í samsýningum bæði innanlands og utan.

Bryndís vinnur með málverk, teikningar, þrívíð form, skúlptúra og lágmyndir. Verkin hverfast um ákveðið  kerfi lita og skarpra forma. Málverkin eru í stærri kantinum og einkennast af áhrifum mínimalisma, strangflatar málverka og arkitektúrs. Formin sem birtast á myndfletinum eru færð yfir í þrívíð verk ýmist úr áli, krossvið, gleri og lituði járni, allt eftir viðfangsefni.

Málverkin eru á mörkum tví- og þrívíddar og hafa formin sem birtast á myndfletinum verið að þróast í mjúk  lífræn form í bland við stærðfræðilega uppbyggð form. Litasamspilið raðast upp af ólíkum og sterkum litum  og  samspil þeirra  kalla fram upplifun áhorfandans. Einnig má finna í verkunum skírskotun að ákveðnum óendanleika, form óendanleikans. Og óræðri veröld tíma og rýmis.

 

 

Listaverk í Artóteki