Skip to main content

Dóra stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands og einnig lauk hún MA námi við Gerrit Rietveld Academie Í Hollandi. Verk hennar hafa auðkennst af samspili hins óræðna og hins hlutbundna í málverkinu. Ljóðræna birtist á mörkum, líkama og landslags, tabú þar sem allt er leyfilegt, glimmer, dúllur, bleikar blúndur, glitrandi ský.

Smáatriði alheimsins og allt kemur saman í eina heild og jafnvel lítil atriði leika stóra rullu í frásögninni. Plexíverk/Prímadonnur/verk á pappír eru meðal annars verk sem til eru víðs vegar í opinberri eigu og einkaeign fólks.

Dóra hefur haldið ótal einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga hér heima og erlendis. Hún er meðlimur í Sambandi Íslenskra myndlistarmanna (SÍM).

 

Listaverk í Artóteki