Edda Þórey er fædd árið 1956 í Reykjavík og ólst upp á Kirkjuteignum í Laugarneshverfinu. Hún útskrifaðist frá Myndlistaskólanum á Akureyri 2004 úr fagurlistadeild, fornámi Myndlistaskóla Reykjavíkur 2001, lauk burtfararprófi í hönnun frá Iðnskólanum í Hafnarfirði árið 2000 og hefur sótt fjölda námskeiða í Myndlistaskóla Reykjavíkur. Hún hefur haldið 14 einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga.
Edda þórey vinnur verkin í ólík efni sem henta hverju verki. Til dæmis málverk, textaverk, skúlptúr, ljósmyndir, videó. Í verkunum er frelsið henni hugleikið, hvernig við erum á eilífu ferðalagi. Hús úr húsi, sveit úr sveit, borg úr borg, land úr landi, úr einni vist í aðra. Umhverfi, fréttir, innlendar og erlendar hafa áhrif, móta hugsanir hennar og halda henni við gerð verkanna.
Listaverk í Artóteki
- 51 x 41 cm (með ramma)Verð: 69.000Leiga: 2.000