Hvað býr að baki málverks? Hvað er það sem fær listamanninn til að skapa myndverk. Hvaða ásetningur drífur hann áfram? Hver er hugsjónin, tilfinningin?
Fríða Freyja Frigg hefur starfað við málverkið síðastliðin tuttugu og fjögur ár en hennar fyrsta málverk var málað á frystihúsið Ísbjörninn þegar hún var sautján ára gömul og þaðan lá leið hennar í Mynd- og handíðaskóla Íslands, sem var listaháskóli þess tíma. Einnig nam hún við La Escuela de Artes y Officios í Malaga og hefur svo tekið mörg námskeið í málun meðal annars hjá Bjarna Sigurbjörnssyni listmálara. Síðastliðin fimmtán ár hefur hún tekið þátt í gallerísrekstri ásamt sautján öðrum listamönnum í ART67 gallerí.
Verk hennar hafa farið mjög víða um heiminn og eru sumsstaðar þekkt sem
„The paintings of the Light“.
Fríða Freyja Frigg hefur haldið fjölda einka og samsýninga og eru verk hennar bæði í einkaeigu og á obinberum stöðum.
Verkin sem eru nú í Artotek eru frá sýningunni ‘’ Hvað býr að baki’’ sem haldin var í Iðnó í júlímánuði á þessu ári 2024. Hér hefur hún nýtt sem undirlag mörg af þeim verkum sem hún átti á vinnustofunni þar sem önnur verk búa að baki. Endurvinnslan býður upp á kraftmikil abstrakt verk þar sem samspil lita og áferðar leika saman. Hér er málverkið fyrir málverkið að tala við áhorfandann. Orkan í strokunum endurspeglar ástríðu listamannsins fyrir málverkinu og þeim hughrifum sem hann er heillaður af.
Pensilstrokurnar sýna hugrekkið til að sleppa tökunum svo orkan í núinu nái að skína í gegn. Það er hægt að setja þetta í samhengi við lífsins ferðalag þar sem allt sem við höfum upplifað getur orðið til þesss að úr verði vöxtur og virðing fyrir þeim og því sem áður var, sem gefur okkur visku og virðingu fyrir öllu sem er.
Listaverk í Artóteki
- 100 x 100 cmVerð: 330.000Leiga: 10.000
- 100 x 100 cmVerð: 330.000Leiga: 10.000
- 100 x 100 cmVerð: 330.000Leiga: 10.000
- 100 x 100 cmVerð: 330.000Leiga: 10.000
- 100 x 100 cmVerð: 330.000Leiga: 10.000