Skip to main content

Guðrún Benedikta Elíasdóttir útskrifaðist frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1987 og starfaði í 19 ár sem myndlistakennari í Kópavogi en kennir núna myndlist í Menntaskólanum við Sund. Árið 1995 opnaði hún ásamt þremur öðrum Gallerí Skruggustein og rak það þar til hún flutti árið 1999 í eitt ár til Suður Frakklands. Guðrún Benedikta var kjörin bæjarlistamaður Kópavogs 1996. Myndlistin tók alveg yfir árið 2006 þegar Guðrún Benedikta flutti til Lúxembourgar. Þar var hún ásamt fleiri listamönnum á listamiðstöðinni Semaphore Art Studios á gamalli brautarstöð eða til ársins 2012 þegar leiðin lá aftur heim til Íslands.  

Hún hefur tekið þátt í fjölmörgum sýningum síðustu árin í Lúxembourg, Belgíu, Þýskalandi, Frakklandi, Englandi, Noregi, Austurríki, Bandaríkjunum og Íslandi. Guðrún hefur einnig dvalið á gestavinnustofum í Vallauris í Suður Frakklandi og í Listagilinu á Akureyri. Síðustu árin hefur hún hallast meira yfir í að mála með litablöndu sem hún býr til sjálf "patine au vin"  blönduna hefur hún svo þróað gegnum árin og bætt við ösku úr Eyjafjallajökli, steinmulning úr Borgarfirðinum og víðar. Innblásturinn kemur að mestu frá Íslandi og virtust áhrifin aukast eftir því búsetan varð lengri erlendis. 

Megin viðfangsefnið er náttúran sjálf og náttúruöflin í öllum sínum myndum unnið með náttúrulegum efnum.

Listaverk í Artóteki