Skip to main content

Ég hef unnið við myndlist og textílhönnun frá árinu 1975. Í byrjun var ég vefari en fyrir um það bil tuttugu árum fór ég að færa mig inn á nýjar slóðir, að vinna frjálslega með vefinn. Ég fór að vinna með svokallaðar þrívíddarteikningar, verk unnin í þráð. Þráðurinn getur verið margvíslegur, t.d. ullarþráður, pappírsþráður, vír, pappír sem er rifinn, klipptur og settur saman á ný. Ég lít á mig sem þráðlistarkonu og í útgangspunktum mínum í listinni vinn ég oft út frá gömlu handverki, séð með mínum augum. Ég er að vinna með línuna hin endalausa þráð. Náttúran er stöðugt á augnlokunum og ég sé þræði í fjöllum, norðurljósum og snjó. Ég hef verið að vinna með mosa á sl. mánuðum og mosinn er eins og vefnaður gerður af náttúrunnar höndum. Listin er eilífðarleit, ekki að fegurð og fullkomnun, heldur að spennandi og óvæntri upplifun og gleðinni yfir að endrum og sinnum hefur leitin tilgang. Ég hef haldið fjölmargar einkasýningar og hef tekið þátt í fjöldamörgum samsýningum hérlendis sem erlendis.

Listaverk í Artóteki