Hildur Björnsdóttir býr og starfar í Noregi. Hún hefur stundað nám í myndlist og grafík á Íslandi, í Noregi og Svíþjóð.
Hún hefur tekið þátt í fjölda samsýninga víðsvegar um heim og haldið nokkrar einkasýningar.
Hildur sækir meðal annars innblástur sinn í íslenska náttúru og augnablik á ferðalögum sínum víðs vegar um heim sem verða að einhvers konar litlum sögum í verkum hennar.
Við vinnslu verkanna notar hún ýmsa tækni; málun, teikningu, ljósmyndir, blönduð tækni. Undanfarin ár hefur hún einbeitt sér að því að nota blandaða tækni í grafík.
Hún hefur einnig starfað sem myndlistarkennari í grunnskóla, leiðbeinandi í háskóla í kennslufræði fyrir myndlistarkennara og listamenn ásamt haldið listasmiðjur/verkstæði fyrir börn, unglinga og fullorðna. Einnig hefur hún verið stjórnarmeðlimur í GFK og BkiB, norsk samtök listamanna.
Hún er félagsmaður í SÍM (Samband Íslenskra listamanna), ÍG (Íslensk Grafík), NBK (Norske Billedkunstnere), KKV (Kunstnärernas kollektivverkstad Bohuslän).
Listaverk í Artóteki
- 50 x 50 cm.Verð: 48.000Leiga: 2.000
- 50 x 50 cm.Verð: 48.000Leiga: 2.000
- Verð: 42.000Leiga: 2.000
- Verð: 42.000Leiga: 2.000
- Verð: 42.000Leiga: 2.000
- 45 x 54 (með ramma)Verð: 58.000Leiga: 2.000
- 45 x 54 (með ramma)Verð: 58.000Leiga: 2.000