Skip to main content

Hjálmar Vestergaard Guðmundsson(f.1989) stundaði myndlistarnám við Listaháskóla Íslands og lauk þaðan BA-prófi árið 2016. Í málverkum Hjálmars má sjá sterka tengingu við lífvísindi en með litum og formum vísar hann í lífrænan efnisheim náttúrunnar. Upphleypt áferð og lagskipting einkenna verk Hjálmars en hann notar ýmis efni við að umbreyta efniskennd hefðbundinnar akrýlmálningu.
Hjálmar tvinnar saman ólíkri tækni í málverkinu. Vinnur t.a.m. með akrýl- og olíumálningu, klippimyndir, spotta, lakk ásamt því að gera tilraunir með fleiri efni.
Hjálmar býr og starfar í Reykjavík.

www.hjalmarvestergaard.com
hjalmarvestergaard@gmail.com

Listaverk í Artóteki