Hlynur Hallsson er myndlistarmaður og safnstjóri Listasafnsins á Akureyri. Hann hefur einnig unnið sem sjálfstætt starfandi sýningarstjóri og sett upp sýningar hjá Nýlistasafninu, Kuckei+Kuckei í Berlín, Verksmiðjuna á Hjalteyri, Villa Minimo í Hannover, Kunstverein Hannover, hjá Chinati Foundation í Marfa, Texas. Hann var einn þeirra listamanna sem stofnuðu Verksmiðjuna á Hjalteyri 2008. Hlynur gaf út tímaritið Blatt Blað 1994-2016.
Hlynur hefur einnig kennt við Myndlistarskólann á Akureyri, Listaháskóla Íslands og Háskólann á Akureyri.
Hlynur hefur sýnt verk sín á meira en 70 einkasýningum og tekið þátt í yfir 90 samsýningum frá því hann lauk mastersnámi í myndlist 1997. Nánar á www.hlynur.is
Listaverk í Artóteki
- 68 x 91 cmVerð: 180.000Leiga: 5.000
- 45 x 33 cmVerð: 90.000Leiga: 3.000
- 45 x 33 cmVerð: 90.000Leiga: 3.000
- 45 x 33 cmVerð: 90.000Leiga: 3.000
- 45 x 33 cmVerð: 90.000Leiga: 3.000