Skip to main content

Hrafnhildur Inga Sigurðardóttir fæddist 19. mars 1946 að Vestur-Sámsstöðum í Fljótshlíð og ólst þar upp. Hún hefur lengst af búið á Reykjavíkursvæðinu en hefur snúið á heimaslóðir á ný og býr nú jöfnum höndum í Reykjavík og á Sámsstaðabakka í Fljótshlíð við bakka Þverár. Hún stundaði myndlistarnám við Myndlistarskóla Reykjavíkur 1978 og 1979, Myndlista- og handíðaskóla Íslands nú Listaháskóla Íslands, 1980-1984 og lauk þaðan prófi í grafískri hönnun. Árin 1999-2000 bætti hún við sig námi í olíumálun í Myndlistarskóla Kópavogs.

Hrafnhildur Inga rak eigin auglýsingastofu um 15 ára skeið en söðlaði um fyrir um 10-12 árum og fæst nú eingöngu við myndlist. Hún hefur haldið einkasýningar m.a. í Hafnarborg árið 2007, Artótekið 2012 og tekið þátt í samsýningum um nokkurra ára skeið.

Símar: 821 3993, 565 7371, 487 8145

Netfang:  hrafnhilduringa@gmail.com

Listaverk í Artóteki