Skip to main content

Ásdís Þórarinsdóttir útskrifaðist með B.A. í myndlist frá Listaháskóla Íslands vorið 2000. Hún hefur auk þess setið mörg myndlistartengd námskeið í gegnum tíðina.
Hún hefur haldið nokkrar einkasýningar og tekið þátt í fjölmörgum samsýningum bæði á Íslandi og erlendis, s.s. í Sviss, Noregi og á Spáni.
Frá útskrift hefur Ásdís aðallega unnið með olíu á striga og hefur íslensk náttúra veitt henni mikinn innblástur, sérstaklega litir vetrarlandslagsins og hin sérstæða
íslenska birta. Í gegnsæjum, þunnum lögum byggja litirnir upp myndflötinn og fá þeir oft í flæði sínu að ráða framvinnslunni í verkum hennar.
Þannig leikur Ásdís sér með óhlutbundna túlkun á náttúrunni.
Ásdís er með vinnustofu á Korpúlfsstöðum og rekur Gallerí Korpúlfsstaði ásamt öðrum listamönnum.
Hún er félagi í SIM (Samtökum íslenskra listamanna) og NAS (Norræna vatnslitafélaginu).

Listaverk í Artóteki