Skip to main content

Í verkum sínum notar Björg miðla eins og málverk, teikningu, textíl eða vídeó. Viðfangsefnið er oftast tengt líkama manneskjunnar og innra lífi og samskiptum við umhverfið í gegnum skynjun. Vinnan í miðilinn er í fyrirrúmi og í verkunum má oft finna langan tíma, lagskiptingu, munstur og nálægð. Eftir að Björg lauk námi frá Myndlistarskólanum á Akureyri hefur hún haldið um ellefu einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga. Hún var í myndlistardeild Portóháskóla síðasta vetur og eru verkin í Artótekinu flest unnin þar.

Listaverk í Artóteki