Skip to main content

Halldóra Emilsdóttir myndlistarmaður og hönnuður er fædd 1956 í Keflavík. Hún lærði myndlist í málaradeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1982-1987 og stundaði nám í Gerrit Rietveld Akademíunni í Amsterdam 1987-1989.

Hún hefur unnið sem kokkur, myndlistarmaður, hönnuður, haldið einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga. Einkasýning á verkum Dóru var í Artóteki nóvember - desember 2011. Þar sýndi hún portrett myndir. 

Opinberar stofnanir eiga verk eftir Halldóru. Netfang hennar er: doraemils@internet.is

Halldóra Emilsdóttir. Kynningarbæklingur

Listaverk í Artóteki