Skip to main content

Jelena er myndlistarkona fædd í Belgrad, Serbíu en býr í Reykjavík, Íslandi.

Hún lauk meistaranámi í nútíma listfræði árið 2003 í Listháskólanum í Belgrad (Serbia) þar sem hún lærði listmálun og kennslufræði í myndlistardeild. Einnig lærði hún grafíska hönnun í Hönnunarskóla í Belgrad árin 1994-98.
Hún hefur tekið þátt í sýningum, meðal annars í Belgrad (Serbía), Reykjavík (Ísland), París (Frakkland), Boston, New York, Los Angeles (Bandaríkin), Havana (Kúba).

Hún er meðlimur í Sambandi Íslenskra Myndlistarmana og International Association of Art Europe (IAA).

Artist statement:

Ég fæ sjónrænan innblástur frá fágaðri hönnun, naumhyggjuarkitektúr og rúmfræði. Ég reyni á sjálfa mig með því að fækka sjónrænum atriðum sem mest.

(Við trúum að) við búum í fjórvíðum heimi (lengd, breidd, dýpt og tími), en í fræðikenningum birtast tíu víddir veruleikans, sú tíunda er óendanlegir möguleikar sem túlkaðir eru í einum punkti. Þetta leiðir til margra álitamála og endalausra fjölhyrnings hugsana.

Sköpun rýmis.

Ég lít á list mína sem stefnumótunaræfingu út í rýmið, á sama tíma og ég skapa. Línurnar mínar sveiflast milli þess að vera vélrænar tilfinningar og handvirkar framkvæmdir.

Binding við strigann.
Ég vel að halda mig tengda við striga, pensil og blýanta… til að stýra honum með huganum en móta hann með höndunum.

 

Stúdíó hennar er að Fannborg 4, Kópavogi.

jelenaantic.art 

 

 

Listaverk í Artóteki