Skip to main content

Jelena Antic er serbnesk listakona sem býr í Reykjavík. Hún lauk meistaranámi í nútíma listfræði árið 2003 í Listháskólanum í Belgrad (Serbia) þar sem hún lærði listmálun og kennslufræði í myndlistardeild. Einnig lærði hún grafíska hönnun í Hönnunarskóla í Belgrad árin 1994-98. Hún er félagi í Sambandi íslenskra Myndlistarmanna (SÍM) frá  2016. Hún hefur áður haldið sjö einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga í New York, Los Angeles, Boston, París auk Íslands og Serbíu. Hún vinnur með abstrakt list eins og abstrakt expressjónisma og abstrakt mínímalisma litaða af sálfræði, heimspeki og hennar eigin reynsluheimi. Hugmyndafræðin í list hennar er að allir atburðir og sambönd setja mark sitt á okkur. Þrátt fyrir að atvikið sjálft líði hjá situr eitthvað eftir. Öll reynsla mótar okkur sem manneskjur.

"Listrænni sköpun má lýsa sem samtali listamannsins við sjálfan sig. Abstrakt málverk er líkt og instrumental tónlist - án texta, án lýsingar, án mynda, fremur ákveðin tilfinning þegar við horfum á málverkið eða hlustum á tónlistina. Því er ekki hægt að lýsa eða skilgreina nákvæmlega en það virðist sem við getum skynjað þá tilfinningu eða sögu sem listamaðurinn setur fram án þess að styðjast við söngtexta eða nákvæma mynd í málverkinu. Þetta er einmitt það sem ég vil undirstrika í list minni. Ég leitast við að gera málverk sem hægt er að lesa á mismunandi vegu. Hins vegar er það ekki markmiðið í sjálfu sér að ögra heldur einlæg aðdáun mín á þessu fyrirbæri. Ég hrífst að þeirri staðreynd að einn litur getur virst blár fyrir einhverjum á meðan aðrir sjá hann sem grænan, kóralliti má svo sjá sem bleika, appelsínugula eða rauða. Ég heillast af því að ganga á mörkum hins augljósa og ímyndaða, gefa áhorfandanum nóg til að búa til sína eigin sögu án þess að notast við táknmyndir. Táknmyndir bera ákveðna merkingu sem geta virkað hindrandi í þessu ferli. Allt þetta stuðlar að ólíkri túlkun á mínum verkum, allar jafn réttar og jafn mikilvægar og mín eigin."

Stúdíó hennar er að Auðbrekku 14, Kópavogi.

jelenaantic.art 

 

 

Listaverk í Artóteki