Jón Magnússon stundaði nám við Parsons School of Design á árunum 1988-1992 þegar hann útskrifaðist með Bachelor of Fine Art gráðu í myndskreytingu (illustration). Þar stundaði hann mikið málverk og teikningu og hefur gert síðan, meðfram grafískri hönnun. Hann hefur að baki samsýningu og einkasýningu í samstarfi við bróður sinn, Ara Ergis Alexander Magnússon. Árið 2016 var áhrifaríkt í lífi hans þegar hann ákveður að venda sínu kvæði í kross og snúa sér alfarið að myndlist með því að hefja nám í samtíma listmálun við Myndlistaskóla Reykjavíkur sem lýkur með Diploma í listmálun vorið 2018. Eftir það verður einkasýning í sumar og svo samsýning með haustinu.
„Mér finnst gaman að horfa á verkin því að af þeim stafar orka. Hver hreyfing pensilsins er skráð, eins og meitluð í stein, litirnir hreinir og bjartir. Ég trúi því að öll sköpun hafi góð áhrif og hvað mig varðar þá líður mér best fyrir framan trönurnar. Í allri góðri myndlist er líka óþekkt stærð, andi eða sál sem er ekki hægt að útskýra.“
Kíkið við á heimasíðu minni: jonmagnusson.is
Listaverk í Artóteki
- 50 x 60 cmVerð: 108.000Leiga: 4.000
- 30 x 40 cmVerð: 55.000Leiga: 4.000
- 60 x 50 cmVerð: 150.000Leiga: 5.000
- 50 x 60 cmVerð: 150.000Leiga: 5.000
- 90 x 70 cmVerð: 250.000Leiga: 7.000
- 40 x 50 cmVerð: 105.000Leiga: 4.000