Skip to main content

Jóna Bergdal er fædd og uppalinn í Eyjafirði og er nú búsett á Akureyri þar sem hún er með vinnustofu. Það kallaði á hana snemma að skapa, hefur hún verið að mála og teikna allt sitt líf. Hún kláraði  nám í Myndlistaskóla Akureyrar 2003 og   hefur auk þess verið dugleg að sækja sér þekkingu farið á  námskeið og fyrirlestra á Akureyri, Reykjavík og einnig erlendis meðal annars í Noregi.  Myndirnar hennar eru oftar en ekki innblásnar af íslenskri náttúru og umhverfinu, einnig hafa fuglar skipað nokkuð stóran sess.
 
Jóna Bergdal hefur haldið  rétt tæpar þrjátíu einkasýningar og tekið þátt í fjölmörgum samsýningum hérlendis og erlendis meðal annars Ítalíu, Wales, Spáni og Finnlandi. Hún hefur fengist við ýmiskonar tækni og mikið notað akríl og olíu í sínum verkum.  Síðustu ár hafa vatnslitir átt hug og hjörtu Jónu og hún mikið unnið með þann miðil.   Jóna Bergdal er óhrædd  að prófa nýja hluti og nota fjölbreytta tækni og þróa sig þannig áfram eftir því hvert hún sækir innblástur.

Jóna Bergdal er félagi í Sambandi íslenskra myndlistamanna og Norræna vatnslitafélaginu
 

Listaverk í Artóteki