Í verkum mínum leitast ég við að tengja við landið og náttúruöflin sem
ríkja í öllu sínu veldi, yfir undir og allt um kring hér á þessu landi
elds og ísa. Ég skoða landið frá mörgum hliðum og tengi m.a. við
jarðfræðina, mannlífið og sagnaarfinn.
Ég tengi við listasöguna og margir listamenn veita mér innblástur
bæði erlendir og innlendir frá ólíkum tímabilum. Ég tengi við ævaforna
list steinaldarmanna á hellisveggjunum þar sem þetta byrjaði alltsaman.
Ég tengi við list barna og nýti mín eigin bernskuverk í dúkristum
og teikningum sem ég hef varðveitt. Ég skrifa ljóð og vinn stundum
með þau á myndfletnum. Þessir ólíku þættir tengjast síðan og skarast
á breytilegan hátt í myndlist minni, eftir því hvaða miðil ég vinn í.
Að lokum er það áhorfandans að tengja við verkin og njóta þeirra.
Stundaði nám við Myndlista og handíðaskóla Íslands 1979 til ´85
og við Ríkisakademíuna í Amsterdam 1985 til ´88.
Nánar um feril minn á heimasíðu minni:
Listaverk í Artóteki
- 40 x 30 cmVerð: 120.000Leiga: 4.000
- 40 x 30 cmVerð: 120.000Leiga: 4.000
- 30 x 40 cmVerð: 50.000Leiga: 2.000
- 35 x 50 cmVerð: 97.000Leiga: 3.000
- 30 x 40 cmVerð: 87.000Leiga: 3.000
- Verð: 87.000Leiga: 3.000