Skip to main content

Kristín Arngrímsdóttir lauk BA prófi í listasögu og ensku við Háskólann í Uppsölum í Svíþjóð 1981 og árið 1986 útskrifaðist hún úr teiknikennaradeild og grafíkdeild í Myndlista- og handíðaskóla Íslands. Á árunum 1996-1998 var hún í framhaldsnámi í myndlist í Englandi við Falmouth College of Arts og Kent Institute of Art and Design, Canterbury og lauk þaðan mastersprófi. Einnig hefur hún lært ritlist við Háskóla Íslands.
Kristín teiknar og málar með vatnslitum og þurrkrít. Klippimyndir gerir hún gjarnan og notar þá jafnvel vatnslitapappír sem hún hefur málað áður. Kristín hefur samið barnabækur um Arngrím apaskott sem hún myndskreytir líka. Enn fremur hefur hún myndskreytt bækur annarra.
Kristín hefur haldið sex einkasýningar og tekið þátt í samsýningum. Hún er félagsmaður í Sambandi íslenskra myndlistarmanna. 
 

Listaverk í Artóteki