Magdalena Margrét Kjartansdóttir lauk námi frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands grafíkdeild 1984 og hefur starfað að myndlist síðan, kennt í Myndlistaskólanum í Reykjavík og Listaháskóla Íslands og setið í stjórnun myndlistarfélaga, SÍM, Íslensk grafík og NKF.
Magdalena hefur haldið fjölda einkasýninga og samsýninga frá 1983 í nær öllum listasöfnum hér á landi og um allan heim en fyrsta einkasýning var á Mokka kaffi í Reykjavík 1992.
Magdalena hlaut starfslaun Reykjavíkurborgar árið 2000 og myndlistarmanna árið 1997 auk þess að hljóta styrki frá menntamálaráði, Mugg og erlendum aðilum vegna sýningarhalds. Verk hennar eru í eigu Alþingis Íslendinga, Listasafns Íslands, Listasafns Reykjavíkur, Listasafns Kópavogs og stofnana á Íslandi auk safna í Svíþjóð, Japan og Finnlandi.
Magdalena fæst aðallega við grafíska miðla, tré- og dúkristur handprentaðar á japanskan pappír. Myndefninu er ætlað að vekja upp tilfinningar áhorfandans um þá veröld og það áreiti sem við lifum við.
Listaverk í Artóteki
- 40 x 30 cmVerð: 48.000Leiga: 4.000
- 40 x 30 cmVerð: 48.000Leiga: 4.000
- 40 x 30 cmVerð: 48.000Leiga: 4.000
- 59 x 40 cmVerð: 68.000Leiga: 4.000
- 21 x 30 cmVerð: 43.000Leiga: 4.000
- 21 x 30 cmVerð: 43.000Leiga: 4.000
- 21 x 30 cmVerð: 48.000Leiga: 4.000