Skip to main content

Ninný lauk námi frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1978 og hefur starfað við myndlist frá námslokum. Einkasýningar hennar eru átján og einnig hefur hún tekið þátt í samsýningum á Íslandi og Norðurlöndunum. Hún hlaut heiðurslaun úr menningarsjóði Garðabæjar árið 2000. Ninný hefur verið virk í félagsstarfi myndlistarmanna og á um þessar mundir sæti í stjórn Norræna vatnslitafélagsins. Landsbanki Íslands, Landspítalinn, bæjarsjóður Garðabæjar og fleiri stofnanir og fyrirtæki eiga verk eftir Ninný.
Vinnustofa Ninnýar er í Sjónlistamiðstöðinni á Korpúlfsstöðum.

Málverk Ninnýar fjalla oft um manneskjuna en einnig eru þau óhlutbundin og notar hún olíu, akrýl, vatnsliti og fleiri efni. Hún gerir jafnframt þrívíð verk, ljósskúlptúra sem hún kallar Ljósmál og eru einskonar málverk sem lýst eru upp innan frá.
 

Listaverk í Artóteki