Skip to main content

Rut Rebekka Sigurjónsdóttir Lauk myndlistarnámi frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1982, áður Myndlistaskólinn í Reykjavík og 1993 námskeið á Skidmore Collage NY USA,einnig gerðist hún gestakennari þar 2001.
Rut hefur haldið 16 einkasýningar heima og erlendis þar má nefna:Kjarvalsstaðir Reykjavík Hafnarborg Hafnarfirði, Norrænahúsið Reykjavík, Hamar kunstforening Noregi og Piteå Kunstforening Svíþjóð, Galleri Gammel Strand Kaupmannahöfn o fl.
 

Hún hefur tekið þátt í fjölmörgum samsýningum heima og erlendis.
Rut Rebekka er málari og fæst einnig við grafík.  Túlkun í verkum hennar fjallar oftast um manneskjuna sem skapar í gegnum tónlist, dans eða hljóðfæraleik. En aðal uppistaðan í verkunum er þó línan til móts við litaflötinn.

Rut er félagi í SÍM og Íslensk Grafík. Hún á mörg verk í opinberri eigu. Hefur dvalið í erlendum vinnustofum ma. í París, Sveaborg Finnlandi Danmörku og Bandaríkjunum. 
Rut hefur rekið vinnustofu frá árinu 1982
 

Listaverk í Artóteki