Skip to main content

Sigrún Eldjárn er fædd í Reykjavík 1954. Hún útskrifaðist frá grafíkdeild Myndlistar- og handíðaskóla Íslands1977. Árið eftir dvaldi hún í Póllandi sem gestanemandi við Listaakademíurnar í Varsjá og Kraká. 
Sigrún hefur haldið margar einkasýningar og tekið þátt í ótal samsýningum bæði innan lands og utan.

Sigrún Eldjárn starfar bæði sem myndlistarmaður og rithöfundur. Hún gerir olíumálverk, grafíkmyndir, vatnslitamyndir og teikningar. Hún hefur skrifað fjölmargar barnabækur og myndskreytt þær, skrifað handrit fyrir sjónvarp og myndskreytt bækur annarra rithöfunda.
 

Listaverk í Artóteki