Skip to main content

Sólveig Dagmar hefur verið starfandi listamaður að Korpúlfsstöðum í Reykjavík frá árinu 2007 og nú að Skipholti 37 Reykjavík í sinni vinnustofu nr 205b. Hún á langan starfsferil að baki sem myndlistarmaður, grafískur hönnuður og hagnýtur menningarmiðlari. Einnig starfað við ökuleiðsögn ferðamanna í yfir tvo áratugi fyrir stærstu ferðaþjónustufyrirtæki Íslands og hún sé jafnframt eigandi Create Iceland – Travel ehf.

„Myndlistarmaðurinn tengir listsköpun sína við sköpunarkraft í ró og flæði í náttúrunni og málar oftast á

staðnum á ferðalögum sínum. Þannig miðlar hún myndlist sinni á áhrifaríkan hátt og sýnir sig jafnframt í vídeóverki við undirbúning málverka sinna. Sólveig Dagmar hefur ferðast víða um Ísland og einnig til Tenerife, til að vinna málverkin sem Artotek leigir og selur jafnframt ef þú ákveður það.

„Sólveig Dagmar kennir einnig hugmyndavinnu ferðaþjónustuaðilum, sem dæmi Strandamönnum og Vestfirðingum árið 2011 í grunnskólanum á Hólmavík. Þannig styður Sólveig við mennta-og menningartengda ferðaþjónustu með þekkingu fyrir alla þá sem þurfa. Mjög mikilvægt er listamanninum, að kenna einstaklingnum að skapa með list sinni, í ró úti í „Listasalnum náttúrunni“. Málverkin eru þannig uppspretta af mikilli vinnu myndlistamannsins með það í huga að fá innsýn í hugarheim, þroska og dýpt, sem einstaklingurinn þroskar með sér úti. Málverkin eru þannig unnin í því flæði og eru afrakstur af ferðalögum hennar víða. Nú hefur hún einnig hafið kennslu í teikningu og málun. Sólveig Dagmar var gestalistamaður Hveragerðisbæjar í listhúsi þeirra „Varmahlíð“ í júnímánuðunum árin 2009 og 2021.“

Hér er heimasíða Sólveigar, þar sem m.a. er listi yfir allar sýningar hennar

Hér er viðburðasíða listamannsins.

Hér má lesa ítarlega um listamanninn.

Listaverk í Artóteki