Þórdís Erla Ágústsdóttir (f.1961) Er starfandi ljósmyndari og listamaður í Reykjavík. Þórdís útskrifaðist með BA gráðu frá École Nationale Supérieure de la Photographie í Arles í Frakklandi árið 1989, lauk diplóma á masterstigi í kennslufræðum frá Listaháskóla Íslands 2008 og MA gráðu í hagnýtri menningarmiðlun frá Háskóla Íslands 2011. Hún var ein af stofnendum Félags Íslenskra Samtímaljósmyndara, FÍSL, árið 2007. Þórdís hefur haldið einkasýningar og tekið þátt í samsýningum bæði hérlendis og erlendis. Ljósmyndir Þórdísar fjallar um samfélög fólks, náttúruna í víðri meiningu, staði bæði úti og inni, manneskjuna og aðstæður hennar í daglegu lífi. Hreinskiptar frásagnir af hversdeginum en einnig andstæðan: hið háleita : fegurð náttúrunnar og hverfulleiki hennar.
Þórdís hefur sýnt verk sín erlendis sem hérlendis. Fjallað hefur verið um verk hennar í bókum og ritum.
Listaverk í Artóteki
- 40 x 60 cm.Verð: 90.000Leiga: 3.000
- 40 x 60 cm.Verð: 90.000Leiga: 3.000
- 40 x 60 cm.Verð: 120.000Leiga: 4.000
- 40 x 60 cm.Verð: 120.000Leiga: 4.000
- 27 x 40 cm.Verð: 75.000Leiga: 3.000