Þorgerður Jörundsdóttir lauk námi við skúlptúrdeild MHÍ 1999, BA prófi í heimspeki við Háskóla Íslands 1995 og stundaði frönskunám í Université de Caen í Frakklandi. Þorgerður hefur unnið með mikil smáatriði undir stækkunargleri í tilraun til að fanga og sýna líffræðilegan fjölbreytileika náttúrunnar og tengsl mannsins við náttúru og umhverfi. Á þessum þverstæðukenndu tímum sem við lifum ríkir annarsvegar sú hugmynd að maðurinn hafi náð fullu valdi yfir náttúrunni en á sama tíma stefnir allt í óafturkræfar breytingar og eyðingu lífríkisins. Verk undanfarinna ára eru bæði myndverk unnin með blýanti en einnig bleki og tússi. Hins vegar þrívíð verk sem tengja sterkt við myndverkin. Verkin ramba á mörkum hins óhlutbundna og fíguratíva.
thorgerdur.art
Instagram: thorgerdurjorundsdottir
Listaverk í Artóteki
- 43 x 53 cmVerð: 200.000Leiga: 6.000
- 48 x 38 cmVerð: 150.000Leiga: 5.000
- 64 x 52 cmVerð: 230.000Leiga: 7.000
- 48 x 38 cmVerð: 150.000Leiga: 5.000
- 54 x 44 cmVerð: 200.000Leiga: 6.000