Wiola Ujazdowska er pólsk listakona sem býr í Reykjavík. Hún lauk meistaranámi í listfræði árið 2012 hjá Nicolaus Copernicus University þar sem hún lærði einnig listmálun og glerlist í myndlistardeild. Eftir útskrift hóf hún nám í listmálun, skúlptúragerð og nútímalist í Cologne Institute of Conservation Sciences í Þýskalandi og sama ár vann hún Jan Winczakiewicz verðlaunin.
Verk hennar hafa verið sýnd víða um Evrópu (á Íslandi, Póllandi, Þýskalandi, Portúgal og Slóvakíu) og árið 2017 var hún kosin framúrskarandi listamaður ársins í pólska tímaritinu AKTIVIST MAGAZINE.
Listaverk í Artóteki
- 25.5 x 25.5 cmVerð: 45.000Leiga: 3.000